Sport

Vill afnema vítakeppnir á HM

Sepp Blatter
Sepp Blatter NordicPhotos/GettyImages

Sepp Blatter segir að vítaspyrnukeppnir ættu ekki að ráða úrslitum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og vill afleggja þennan sið. Hann virðukennir að það kunni að taka langan tíma, en vill umfram allt finna aðra leið til að skera úr um úrslit leikja.

"Þegar komið er í úrslitaleikinn á HM er dramatíkin orðin mikil og eykst enn þegar framlengja þarf leiki. Þegar í vítakeppni er komið, færist hinsvegar sviðsljósið á einstaklingana og niðurstaða vítakeppninnar er jafnan harmleikur fyrir þá einstaklinga sem þar gera mistök.

Við höfum fjögur ár til að gera eitthvað í þessu og ég vil heldur koma á reglum eins og gullmarki eða að fækka smátt og smátt í liðunum þangað til úrslit ráðast," sagði Blatter á þingi sem haldið var í Zurich í Sviss.

Blatter talaði þar einnig um neikvæða þróun sem orðið hefði í launamálum leikmanna og sagði knattspyrnufélög æ oftar bundin í báða skó til að fjármagna launakostnað leikmanna - og benti á að það væri þróun sem kæmi aðeins niður á stuðningsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×