Sport

Forseti Palermo vill að liðið tapi fyrir West Ham

Forseti Palermo vill umfram allt að West Ham vinni sigur í síðari leik liðanna á Sikiley annað kvöld
Forseti Palermo vill umfram allt að West Ham vinni sigur í síðari leik liðanna á Sikiley annað kvöld NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham hefur nú borist stuðningur úr óvæntri átt fyrir síðari leik sinn gegn Sikileyjarliðinu Palermo í Evrópukeppni félagsliða annað kvöld, því forseti félagsins óskar þess að lið sitt falli úr leik þrátt fyrir að vera með 1-0 foyrstu úr fyrri leiknum.

"Ég vona að West Ham slái okkur út úr Evrópukeppninni, því annars er ég viss um að við töpum enn einum leiknum í deildinni hér heimafyrir," sagði hinn sérvitri og yfirlýsingaglaði forseti Palermo.

"Lið okkar hefur ekkert í tvær stórkeppnir að gera og satt best að segja er mér slétt sama um Evrópukeppni félagsliða - það eina sem ég vil er að við náum góðum árangir í A-deildinni á Ítalíu," sagði Maurizio Zamparini, forseti Palermo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×