Sport

Öskubuskuævintýrið fest á filmu

Smálið Wigan þótti ekki líklegt til afreka þegar það var í neðri deildunum á Englandi fyrir nokkrum árum
Smálið Wigan þótti ekki líklegt til afreka þegar það var í neðri deildunum á Englandi fyrir nokkrum árum NordicPhotos/GettyImages

Öskubuskuævintýrið Wigan Athletic hefur unnið hug og hjörtu knattspyrnuáhugamanna víðar en á Englandi, því undanfarið hefur bandarískt kvikmyndafyrirtæki verið að mynda leikmenn liðsins með það fyrir augum að búa til kvikmynd um ótrúlegan árangur liðsins á undanförnum árum. Framganga smáliðsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur þykir með ólíkindum og nú er stefnt að því að leyfa áhorfendum í Bandaríkjunum að njóta hennar á hvíta tjaldinu.

Myndatökumenn hafa undanfarna daga fylgst með leikmönnum liðsins á æfingum og auk þess verða í myndinni nokkur atvik úr leik liðsins við Birmingham í dag. Bandaríska fyrirtækið hefur áður framleitt heimildarmyndir um Tiger Woods og Manchester United svo eitthvað sé nefnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×