Sóknarmaðurinn Chris Sutton hefur gengið í raðir Birmingham í ensku úrvalsdeildinni á frjálsri sölu. Hann komst að niðurstöðu um að fá að fara eftir nokkrar viðræður við forráðamenn Glasgow Celtic og er því kominn á kunnuglegar slóðir á ný, því hann spilaði lengi á Englandi áður en hann fór til Skotlands. Hann skoraði 86 mörk í 199 leikjum fyrir Celtic á ferlinum.
Kominn til Birmingham
