Sport

Wigan lagði Arsenal

Leikmenn Wigan fagna hér marki Paul Scharner gegn Arsenal, sem reyndist sigurmarkið í leiknum
Leikmenn Wigan fagna hér marki Paul Scharner gegn Arsenal, sem reyndist sigurmarkið í leiknum NordicPhotos/GettyImages

Wigan vann góðan sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins á heimavelli sínum í gærkvöld 1-0 með marki frá varamanninum Paul Scharner skömmu fyrir leikslok. Nokkrar tafir urðu á leiknum vegna bilunar í flóðljósum á vellinum, en Paul Jewell stjóri Wigan var sáttur við frammistöðu sinna manna í leiknum.

"Fyrri hálfleikurinn var skelfilegur hjá mínum mönnum og ég lét þá líka heyra það. Allt annað var uppi á teningnum í þeim síðari og Scharner skoraði gott mark. Hann er nú miðvörður að upplagi, en mér fannst okkur vanta kraft á miðjuna og hann skilaði því," sagði Jewell, en kollegi hans Arsene Wenger var skiljanlega ekki jafn kátur með sína menn, sem virkuðu daufir í leiknum.

"Ég hef takmarkaðan fjölda leikmanna til að nota í þessari keppni, því við leggjum meiri áherslu á deildina og Meistaradeildina. Okkur skorti allan kraft í sóknarleiknum og Wigan er með líkamlega sterkt lið," sagði Wenger.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×