Innlent

Lokar í fyrsta sinn yfir 6.000 stigum

Í húsnæði Kauphallarinnar.
Í húsnæði Kauphallarinnar.

Úrvalsvísitalan stóð í 6.009 stigum þegar Kauphöllin lokaði í dag og er það í fyrsta skipti í sögunni sem hún lokar í yfir 6.000 stigum. Hækkun á verði hlutabréfa í úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands fyrstu tólf daga ársins er svo mikil að ef hún héldist yfir allt árið myndi verðmæti hlutabréfa hækka um 1.100 prósent til ársloka.

Þessu slær greiningardeild Landsbanka fram á vef sínum en tekur fram að hún sé ekki að spá slíkri hækkun.

Hlutabréf hækkuðu um 0,9 prósent í dag og hækkunin nemur 8,6 prósentum fyrstu tólf daga ársins. Það er mjög mikil hækkun segir í pistli Greiningardeildarinnar og til marks um það stóð úrvalsvísitalan í 6.009 stigum þegar markaðir lokuðu í dag og er það í fyrsta sinn sem vísitalan lokar yfir 6.000 stigum. Fyrir rétt rúmum tveimur árum, í ársbyrjun 2004 var vísitalan í 2.000 stigum og hefur þrefaldast síðan þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×