Sport

19 ára miðjumaður til Arsenal

Diaby í leik með Auxerre
Diaby í leik með Auxerre

Arsenal hefur fest kaup á 19 ára gömlum frönskum miðjumanni, Vasiriki Abou Diaby fyrir að talið er vera um 2 milljónir punda. Diaby var fyrirliði U19 ára landsliðs Frakka sem varð Evrópumeistari síðasta sumar en hann kemur úr yngri flokkum franska liðsins Auxerre.

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal er þekktur fyrir að hafa gott auga fyrir ungum leikmönnum. Hann segir að Diaby muni auka breiddina á miðjunni í liði sínu. "Hann er sterkur miðjumaður og hefur sýnt gríðarlega mikla hæfileika hjá Auxerra. Hann á eftir að reynast einstaklega sterk viðbót í liðið okkar." Auxerre hafði áður hafnað tilboði frá Chelsea í leikmanninn sem gerði að lokum 4 ára samning við Arsenal.

Þá er Arsenal einnig sagt vera að landa efnilegasta leikmanni Englands, hinum 16 ára Theo Walcott hjá Southampton sem talið er að fái um 15 milljónir punda fyrir unglinginn. Wenger hefur þó sagt að þær fréttir séu úr lausu lofti gripnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×