Sport

Hljóp upp í áhorfendastæði til varnar eiginkonu sinni

Á myndinni sést hvar Davis fetar sig rólega til baka inn á völlinn eftir að hafa hugað að konu sinni, sem var ónáðuð af drukknum manni. Davis lék áður með Chicago Bulls.
Á myndinni sést hvar Davis fetar sig rólega til baka inn á völlinn eftir að hafa hugað að konu sinni, sem var ónáðuð af drukknum manni. Davis lék áður með Chicago Bulls. NordicPhotos/GettyImages

Furðulegt atvik átti sér stað í leik Chicago Bulls og New York Knicks í NBA deildinni í nótt, þegar Antonio Davis hjá New York spratt skyndilega upp í áhorfendastæðin í átt til konu sinnar af ótta við að maður væri að ógna henni.

Nokkur ótti greip um sig á vellinum á meðan á þessu stóð, því flestum er enn í fersku minni þegar villingurinn Ron Artest réðist á mann í áhorfendastæðunum í Detroit og stofnaði til verstu óláta í sögu deildarinnar.

Davis hélt þó ró sinni allan tímann, en óttaðist að maður væri að veitast að konu sinni sem sat meðal áhorfenda uppi í tíundu röð. "Ég veit að þetta má alls ekki, en ég varð að gera eitthvað í málinu og hefði ekki geta lifað með sjálfum mér ef maðurinn hefði meitt hana. Það var of lítill tími til að kalla í öryggisverði og ég komst síðar að því að maðurinn var drukkinn," sagði Davis, sem á eflaust yfir höfði sér bann fyrir uppátækið, sama hversu göfugur tilgangur hans var.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×