Innlent

LN heimilar sveitarfélögum að hækka laun leikskólakennara

MYND/GVA

Launanefnd sveitarfélaganna ákvað á fundi sínum í morgun að heimila sveitarfélögum að hækka laun leikskólakennara með því að bæta við launaflokkum og eingreiðslum. Gildistími launaviðbótanna er frá upphafi þessa árs til 30. september þegar kjarasamningur Félags leikskólakennara við launanefndina rennur út. Það er því á herðum sveitarfélaganna sjálfra að ákveða hvort og þá hve mikið laun leikskólakennara hækka. Ákvörðun launanefndarinnar kemur til vegna óánægju bæði leikskólakennara og annarra starfsmanna sveitarfélaga með kjör sín eftir samninga Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag borgarinnar. Launanefndin fundar enn því hún á eftir að ákveða hvernig hægt sé að hækka laun starfsmanna sveitarfélaganna sem lægst hafa launin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×