Sport

St. Etienne mistókst að tylla sér í 4. sætið

Í franska fóboltanum gerðu Paris St. Germain og St. Etienne jafntefli í gærkvöldi. Paris St. Germain átti möguleika á því að ná 4. sætinu í deildinni með sigri á St. Etienne á Parc des Princes-vellinum í París.

St. Etienne tók forystuna á 16. mínútu, Jerome Alonzo markvörður varði skot Loic Perrin en Frederic Piquionne náðí knettinum og skoraði. 15 mínútum síðar jafnaði Portúgalinn Pedro Pauleta metin. Þetta var 15. mark hans í deildinni. Hann er langmarkahæstur, búinn að skora 6 mörkum meira en þeir sem næstir koma; Peggy Luyindula hjá Auxerre og Daniel Cousin hjá Lens.

Portúgalinn Helder Postiga kom St. Etienne yfir þegar hann skoraði þremur mínútum eftir að Parisarmenn höfðu jafnað metin. St. Etienne hefur aldrei unnið Paris St. Germain á Parc des Princes og á því varð engin breyting í gærkvöldi. Fabrice Pancrate jafnaði metin 9 mínútum fyrir leikslok, úrslitin 2-2. Litlu mátti þó muna að Pancrate næði að skora í lokin og tryggja St. Etienne sigurinn.

Parísarmenn eru í 5. sæti en St. Etienne í 9. sæti. Lyon er efst með 54 stig, Bordeaux í 2. sæti með 45 stig, Auxerre í 3. sæti með 42 stig og Lille í 4. sæti með 40 stig.

Úrslit leikja í Frakklandi í gær urðu þannig;

Paris S.G. 2 - 2 Saint-Etienne

Ajaccio    1 - 0    Auxerre

Lens    2 - 1    Strasbourg

Nice    2 - 0    Lille

Rennes    1 - 3    Monaco

Sochaux    0 - 0    Le Mans

Toulouse 1 - 0    Nantes 

Tveir leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld en þá mætast tvö efstu lið deildarinnar innbyrðis.

Troyes - Marseille

Lyon - Bordeaux




Fleiri fréttir

Sjá meira


×