Sport

Gagnrýnir vinnubrögð Arsenal

Dennis Bergkamp
Dennis Bergkamp NordicPhotos/GettyImages

Hollenski sóknarmaðurinn Dennis Bergkamp segir skrítið að forráðamenn félagsins hafi ekki hugsað fyrir því að finna mann til að fylla skarð Patrick Vieira áður en þeir seldu hann til Juventus í sumar og segir Vieira hafa verið mikilvægari liðinu en nokkur gerir sér grein fyrir.

"Það er ekki hægt að láta mann eins og Patrick fara og fá ekkert í staðinn. Ég treysti Wenger og hans mönnum fullkomlega, en ég var alltaf að búast við því að annar leikmaður yrði keyptur til að fylla skarð Vieira - en svo gerðist það aldrei. Fólk man alveg eftir því hvernig Patrick var á vellinum, hvernig hann gat átt miðjuna einn síns liðs. En ég held að menn gleymi líka hvað hann gerði í búningsherbergjunum, hvað hann var mikill leiðtogi og driffjöður utan vallar líka. Stundum er allt í lagi að taka eitt skref aftur til að taka svo tvö áfram, en mér sýnist lið okkar hafa tekið meira en eitt skref aftur á bak í ár," sagði Bergkamp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×