Innlent

Segir skýr merki um að hækkanir á fasteignum séu í rénun

MYND/Vilhelm

Fjármálaráðuneytið telur að þess séu nokkuð skýr merki að þær verðhækkanir sem einkenndu fasteignamarkaðinn í upphafi síðasta árs séu í rénun. Á heimasíðu ráðuneytisins kemur fram að fasteignaverð hafi staðið í stað á undanförnum mánuðum sem komi fram í því að hratt dragi úr mánaðarlegum hækkunum. Til að mynda hafi tólf mánaða hækkun fasteignaverðs minnkað úr 40 prósentum í ágúst í fyrra í 25 prósent í janúar síðastliðnum.

Þá segir enn fremur á heimasíðunni að ef fasteignaverð standi í stað eða hækki lítið héðan í frá eigi það eftir að hafa áhrif til lækkunar á verðbólgu mælda með neysluverðsvísitölunni, en fjögurra komma eins prósents verðbólga í febrúar sé að tveimur þriðju hlutum tilkomin vegna hækkunar fasteignaverðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×