Sport

Borgarstjórinn í Zaragoza býður Eto´o í heimsókn

Á myndinni sést hvar dómari leiks Zaragoza og Barcelona um síðustu helgi reynir að hindra að Eto´o gangi af leikvelli eftir að hafa hlustað á svívirðingar áhorfenda
Á myndinni sést hvar dómari leiks Zaragoza og Barcelona um síðustu helgi reynir að hindra að Eto´o gangi af leikvelli eftir að hafa hlustað á svívirðingar áhorfenda NordicPhotos/GettyImages

Juan Alberto Belloch, borgarstjóri í Zaragoza á Spáni brást hinn versti við þegar hann heyrði að stuðningsmenn knattspyrnuliðsins þar í borg hefðu sýnt Samuel Eto´o hjá Barcelona kynþáttafordóma á leik liðanna um síðustu helgi. Belloch hefur því sent knattspyrnumanninum bréf og boðið honum í sérstaka heimsókn til borgarinnar.

"Ég var ekki viðstaddur leikinn, en þegar ég heyrði af þessu í útvarpinu varð ég mjög reiður. Ég ákvað því að bjóða Eto´o í sérstaka heimsókn til borgarinnar og langar að sýna honum fram á að Zaragoza er mjög opin og víðsýn borg þar sem fordómar eru ekki partur af daglegu lífi, enda eru íbúarnir af blönduðum kynþætti og litarhafti," sagði í bréfi Belloch til Eto´o.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×