Haukastúlkur eru komnar í afar vænlega stöðu í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir góðan útisigur á Keflavík 79-77 í æsispennandi öðrum leik liðanna í Keflavík í kvöld. Megan Mahoney skoraði 33 stig í liði Hauka í kvöld og Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig. Hjá Keflavík var Lakiste Barkus yfirburðamaður og skoraði 37 stig. Haukar hafa því unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu og geta tryggt sér titilinn á heimavelli sínum í þriðja leiknum á föstudaginn.
Sport