Innlent

Engin ágreiningur um varnarmál

Forsætisráðherra og utanríkisráðherra segja engan ágreining sín á milli um varnarmál. Stjórnarandstæðingar sökuðu utanríkisráðherra um að upplýsa ritstjóra Morgunblaðsins betur um gang varnarviðræðna við Bandaríkin en utanríkismálanefnd.

Hver stjórnarandstæðingurinn á fætur öðrum kom í ræðustól í morgun og kvartaði undan því hve litlar upplýsingar hefðu fengist um gang varnarviðræðna við Bandaríkin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, lagði út af þögn ráðamanna og leiðaraskrifum í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Hún sagði líkast því sem utanríkisráðherra og forsætisráðherra hefðu orðið ásáttir um þagnarbindindi, utanríkisráðherra vegna þess að hann hefði sagt of mikið við ritstjóra Morgunblaðsins og forsætisráðherra vegna þess að hann hefði sagt of mikið á opinberum vettvangi, og það stangast á við stefnu utanríkisráðherra.

Geir H. Haarde tanríkismálaráðherra sagðist hafa fjallað ítarlega um málið á þingfundi síðasta fimmtudag og sagðist gera hvort tveggja utanríkismálanefnd og þingheimi grein fyrir stöðu mála þegar það væri tímabært. Hann sagði engan ágreining milli sín og forsætisráðherra. Undir það tók Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og báðir lýstu þeir eftir stefnu Samfylkingarinnar í varnarmálum. Forsætisráðherra sagði það ekki ganga að Samfylkingin þvældist stefnulaus um sali Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×