Sport

Markið var fullkomlega löglegt

Ancelotti var ekki sáttur við dómarann í gær
Ancelotti var ekki sáttur við dómarann í gær NordicPhotos/GettyImages

Carlo Ancelotti var afar óhress eftir leikinn við Barcelona í meistaradeildinni í gær og vildi meina að sínir menn hefðu verið rændir fullkomlega löglegu marki þegar Andriy Shevchenko skoraði með skalla en var dæmdur brotlegur fyrir að stugga við Carles Puyol, varnarmanni Barcelona.

"Markið var fullkomlega löglegt og Shevchenko kom varla við Puyol þegar hann skallaði boltann í netið. Þetta var jafn leikur tveggja mjög sterkra liða og heppnin var á bandi Barcelona í þetta skiptið. Börsungar eiga þetta skilið og ég vona að þeim gangi vel í úrslitunum," sagði Ancelotti hæverskur, en hann spilaði einmitt með Frank Rijkaard í gullaldarliði Milan á árunum í kring um 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×