Arenas kláraði Cleveland 1. maí 2006 04:23 Gilbert Arenas skaut Cleveland í kaf í fjórða leikhlutanum með 20 stigum og gerði svo góðlátt grín að LeBron James eftir leikinn NordicPhotos/GettyImages Gilbert Arenas skoraði 20 af 34 stigum sínum í fjórða leikhlutanum í gærkvöldi þegar lið hans Washington jafnaði metin gegn Cleveland í 2-2 með góðum 106-96 sigri í fjórða leik liðanna sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. LeBron James endurskrifaði metabækurnar hjá Cleveland í fyrri hálfleik, en þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir að skora 38 stig. "Þetta er sýningin hans LeBron James - við erum jú öll bara vitni," sagði Gilbert Arenas og glotti kaldhæðnislega þegar hann var spurður út í frammistöðu sína í leiknum og gerði þar með grín að auglýsingaherferð Nike-íþróttavöruframleiðandans með ofurstjörnuna LeBron James í fararbroddi - en slagorð herferðarinnar er "Við erum öll vitni" og þar er vísað í lóðrétta stefnu LeBron upp á stjörnuhimininn í körfuboltaheiminum. Arenas hitti aðeins úr 1 af fyrstu 9 skotum sínum í leiknum, en var sjóðandi heitur í fjórða leikhlutanum og maðurinn á bak við sigur Washington, sem hefði verið komið í vond mál ef leikurinn í gær hefði tapast. Antawn Jamison skoraði 22 stig og Caron Butler skoraði 21 stig. James hissa á dómurunumJames var steinhissa á dómgæslunni í gærkvöldnordicphotos/getty imagesLeBron James endurskrifaði metabækurnar hjá Cleveland með flestum stigum í sögu félagsins í einum fjórðung og einum hálfleik. Hann skoraði 26 af 38 stigum sínum í fyrri hálfleik og skoraði 7 þriggja stiga körfur í leiknum. Hann tapaði engu að síður 7 boltum og þar af voru 4 sóknarvillur dæmdar á hann."Ég veit ekki hvað þeir eru að reyna að gera eiginlega," sagði James forviða eftir leikinn. "Það voru dæmdar fleiri sóknarvillur á mig í þessum eina leik en alla deildarkeppnina. Kannski eru þeir að reyna að draga úr mér tennurnar og neyða mig til að skjóta bara utan af velli," sagði James hissa. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Sjá meira
Gilbert Arenas skoraði 20 af 34 stigum sínum í fjórða leikhlutanum í gærkvöldi þegar lið hans Washington jafnaði metin gegn Cleveland í 2-2 með góðum 106-96 sigri í fjórða leik liðanna sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. LeBron James endurskrifaði metabækurnar hjá Cleveland í fyrri hálfleik, en þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir að skora 38 stig. "Þetta er sýningin hans LeBron James - við erum jú öll bara vitni," sagði Gilbert Arenas og glotti kaldhæðnislega þegar hann var spurður út í frammistöðu sína í leiknum og gerði þar með grín að auglýsingaherferð Nike-íþróttavöruframleiðandans með ofurstjörnuna LeBron James í fararbroddi - en slagorð herferðarinnar er "Við erum öll vitni" og þar er vísað í lóðrétta stefnu LeBron upp á stjörnuhimininn í körfuboltaheiminum. Arenas hitti aðeins úr 1 af fyrstu 9 skotum sínum í leiknum, en var sjóðandi heitur í fjórða leikhlutanum og maðurinn á bak við sigur Washington, sem hefði verið komið í vond mál ef leikurinn í gær hefði tapast. Antawn Jamison skoraði 22 stig og Caron Butler skoraði 21 stig. James hissa á dómurunumJames var steinhissa á dómgæslunni í gærkvöldnordicphotos/getty imagesLeBron James endurskrifaði metabækurnar hjá Cleveland með flestum stigum í sögu félagsins í einum fjórðung og einum hálfleik. Hann skoraði 26 af 38 stigum sínum í fyrri hálfleik og skoraði 7 þriggja stiga körfur í leiknum. Hann tapaði engu að síður 7 boltum og þar af voru 4 sóknarvillur dæmdar á hann."Ég veit ekki hvað þeir eru að reyna að gera eiginlega," sagði James forviða eftir leikinn. "Það voru dæmdar fleiri sóknarvillur á mig í þessum eina leik en alla deildarkeppnina. Kannski eru þeir að reyna að draga úr mér tennurnar og neyða mig til að skjóta bara utan af velli," sagði James hissa.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Sjá meira