Erlent

Berlusconi segir formlega af sér

Berlusconi kveður Carlo Ciampi forseta.
Berlusconi kveður Carlo Ciampi forseta. MYND/AP

Silvio Berlusconi lét af embætti sem forsætisráðherra Ítalíu í dag. Hann gekk á fund Carlo Ciampi, forseta landsins, í dag og tilkynnti honum formlega afsögn sína. Berlusconi mun þó stýra landinu í nokkra daga í viðbót eða allt þangað til nýr forseti hefur verið kjörinn sem veita mun Romano Prodi, erkióvini Berlusconis, umboð til að mynda ríkisstjórn. Með Berlusconi hverfur einn litríkasti, en umdeildasti stjórnmálamaður Evrópu, úr sviðsljósinu - að minnsta kosti í bili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×