Erlent

Bora göng til fastra námumanna

Björgunarmenn í Tasmaníu freista þess nú að bjarga tveimur mönnum sem hafa verið fastir niðri í gullnámu í átta daga. Stórum bor hefur verið komið fyrir ofan námunnar og er ætlunin að bora göng niður til mannanna sem eru fastir á kílómetra dýpi.

Fyrst þarf þó að tryggja jarðveginn og var sementi hellt niður í gönginn í þeim tilgangi. Hefjast átti handa við borun þegar sementið væri þornað. Mennirnir festust í námunni þegar jarðskjálfti reið yfir í síðustu viku. Einn samstarfsmaður þeirra lést þegar grjót féll á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×