Meira en fjórði hver Bandaríkjamaður trúir bókstaflega á Biblíuna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Þetta er samt nokkuð lægra hlutfall en fyrir 30 árum, þegar um 38% þjóðarinnar trúði bókstaflega á orð hins heilaga rits.
Þá hefur hlutfall þeirra sem telja biblíuna hreinan skáldskap líka aukist á síðustu 30 árum í Bandaríkjunum.