Vísar á bug ummælum fyrrverandi bæjarstjóra 27. júlí 2006 16:37 Guðjón Hjörleifsson alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segist hafa farið eftir leiðbeiningum starfsmanns hjá Ríkisskattstjóra þegar hann gaf rangar upplýsingar um stofnfé Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja á skjali til hlutafélagaskrár. Starfsmaðurinn hafi tjáð honum að þetta væri algengt. Ríkisskattstjóri vísar á bug ummælum Guðjóns Hjörleifssonar, alþingismanns og fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um að sú vinnuregla eða hefð hafi skapast um að stofnfé hlutafélaga sé ekki allt greitt við skráningu hlutafélaga. Í tilkynningu frá Ríkisskattstjóra segir að í tilefni fréttar í kvöldfréttum NFS á miðvikudag og í fréttaþættinum Ísland í dag gerir ríkisskattstjóri eftirfarandi athugasemdir: Fjallað var um skráningu Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja hf. í hlutafélagaskrá á árinu 2001. Í umfjölluninni var talað um "hlutafélagaskrá hjá ríkisskattstjóra" og vísað til meintra orða "starfsmanns hjá ríkisskattstjóra". Vegna þess orðalags vekur ríkisskattstjóri athygli á að hlutafélagaskrá var á árinu 2001 starfrækt af Hagstofu Íslands. Ríkisskattstjóri tók ekki við starfrækslu hlutafélagaskrár fyrr en 1. júlí 2003 í framhaldi af breytingum á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, og lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Starfræksla hlutafélagaskrár á árinu 2001 var því ríkisskattstjóra óviðkomandi. Hjá viðmælanda fréttamanns kom m.a. fram að hann teldi það vinnureglu eða hefð að hlutafé væri ekki greitt fyrr en eftir skráningu hlutafélaga. Í tilefni þeirra orða áréttar ríkisskattstjóri að það er ófrávíkjanlegt lagaskilyrði fyrir skráningu hlutafélags í hlutafélagaskrá að hlutafé að lágmarki kr. 4.000.000 hafi þegar verið greitt við skráningu. Í samræmi við það er á tilkynningareyðublaði um stofnun hlutafélags gert ráð fyrir að allir stjórnarmenn, auk kjörinna endurskoðenda eða skoðunarmanna, staðfesti með undirritun sinni m.a. upplýsingar um greiðslu hlutafjár. Skráning í hlutafélagaskrá byggir á upplýsingum sem gefnar eru á ábyrgð stjórnarmanna í tilkynningu og stofngögnum félagsins, að virtum form- og efniskröfum laganna. Ríkisskattstjóri vísar á bug ummælum um meinta vinnureglu eða hefð um aðra framkvæmd við skráningu hlutafélaga. Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Ríkisskattstjóri vísar á bug ummælum Guðjóns Hjörleifssonar, alþingismanns og fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um að sú vinnuregla eða hefð hafi skapast um að stofnfé hlutafélaga sé ekki allt greitt við skráningu hlutafélaga. Í tilkynningu frá Ríkisskattstjóra segir að í tilefni fréttar í kvöldfréttum NFS á miðvikudag og í fréttaþættinum Ísland í dag gerir ríkisskattstjóri eftirfarandi athugasemdir: Fjallað var um skráningu Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja hf. í hlutafélagaskrá á árinu 2001. Í umfjölluninni var talað um "hlutafélagaskrá hjá ríkisskattstjóra" og vísað til meintra orða "starfsmanns hjá ríkisskattstjóra". Vegna þess orðalags vekur ríkisskattstjóri athygli á að hlutafélagaskrá var á árinu 2001 starfrækt af Hagstofu Íslands. Ríkisskattstjóri tók ekki við starfrækslu hlutafélagaskrár fyrr en 1. júlí 2003 í framhaldi af breytingum á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, og lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Starfræksla hlutafélagaskrár á árinu 2001 var því ríkisskattstjóra óviðkomandi. Hjá viðmælanda fréttamanns kom m.a. fram að hann teldi það vinnureglu eða hefð að hlutafé væri ekki greitt fyrr en eftir skráningu hlutafélaga. Í tilefni þeirra orða áréttar ríkisskattstjóri að það er ófrávíkjanlegt lagaskilyrði fyrir skráningu hlutafélags í hlutafélagaskrá að hlutafé að lágmarki kr. 4.000.000 hafi þegar verið greitt við skráningu. Í samræmi við það er á tilkynningareyðublaði um stofnun hlutafélags gert ráð fyrir að allir stjórnarmenn, auk kjörinna endurskoðenda eða skoðunarmanna, staðfesti með undirritun sinni m.a. upplýsingar um greiðslu hlutafjár. Skráning í hlutafélagaskrá byggir á upplýsingum sem gefnar eru á ábyrgð stjórnarmanna í tilkynningu og stofngögnum félagsins, að virtum form- og efniskröfum laganna. Ríkisskattstjóri vísar á bug ummælum um meinta vinnureglu eða hefð um aðra framkvæmd við skráningu hlutafélaga.
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira