Innlent

Fjalla þarf um skýrslu FÍB

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason MYND/Hari

Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í samgöngunefnd, hefur ritað Guðmundi Hallvarðssyni, formanni samgöngunefndar, bréf þess efnis að nefndin komi saman til að fjalla um nýútkomna skýrslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Hann fer einnig fram á það í bréfinu að nefndin fari yfir ýmis mál, svo sem "stöðuna í frestunar- og niðurskurðarákvörðun Ríkisstjórnarinnar í vegamálum vegna þenslu af völdum stóriðjustefnunnar. Einnig verði farið yfir öryggismál í tengslum við eldsneytisflutninga á þjóðvegum og afleiðingar gríðarlegra þungaflutninga eftir þjóðvegum landsins og hvernig má bregðast við til að bæta þar úr."

Hann óskar líka eftir því "að nefndin taki á möguleikum til að koma á skipulögðum sjóflutningum meðfram ströndum landsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×