Sport

Ekkert mál að vinna með Quinn

Roy Keane segir að það verði ekkert mál að vinna með Niall Quinn þó þeir félagar hafi ekki alltaf verið bestu vinir
Roy Keane segir að það verði ekkert mál að vinna með Niall Quinn þó þeir félagar hafi ekki alltaf verið bestu vinir NordicPhotos/GettyImages

Harðjaxlinn Roy Keane segir að samstarf sitt við Niall Quinn, stjórnarformann Sunderland, eigi vafalítið eftir að ganga vel fyrir sig þó þeir félagar hafi rifist eins og hundur og köttur þegar þeir léku fyrir írska landsliðið á HM árið 2002. Keane tók við liði Sunderland í ensku fyrstu deildinni í dag.

"Ég get ekki séð að það verði vandamál fyrir mig að vinna með Niall Quinn. Ég hef lent upp á kant við þúsund manns í gegn um tíðina, en ég hef auðmýkt til að biðjast afsökunar ef ég geri mistök," sagði Keane, sem uppnefndi Quinn "Móður Teresu" fyrir að veita sér ekki stuðning þegar hann lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann fyrir HM 2002.

"Við hittumst fyrir þremur mánuðum og gerðum þar upp fortíðina. Hvort sem ég hefði fengið þetta starf eða ekki, var það góður fundur og mér leið vel að hafa klárað þetta mál frá," sagði Keane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×