Sport

Spánverjar gerðu sig að fíflum

Aragones ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir afleita byrjun spænskra í undankeppni EM
Aragones ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir afleita byrjun spænskra í undankeppni EM AFP

Spænskir fjölmiðlar fóru ekki fögrum orðum um landsliðsþjálfarann Luis Aragones eftir tapið í Belfast í gær frekar en búast mátti við og segja fjölmiðlar að hann hafi orðið landi og þjóð til skammar með því að tapa leiknum og ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér tafarlaust.

"Spánverjar gerðu sig að fíflum gegn Norður-Írum og samt er Aragones enn ekki á þeim buxunum að segja af sér," sagði blaðið El Mundo. "Hneyksli" sagði El Pais og meira að segja blaðið Marca, sem vildi hafa Aragones áfram eftir lélegt gengi á HM sagði að hann ætti nú að sjá sóma sinn í því að segja af sér.

Aragones gamli er þó ekkert á þeim buxunum. Hann viðurkenndi eftir leikinn í gær að tapið væri sér að kenna, því hann hefði stillt upp rangri leikaðferð gegn Norður-Írunum. Hann sagði þó ekki koma til greina að segja upp - spænska knattspyrnusambandið gæti þó rekið hann ef því þætti nóg komið og þó það yrði vissulega erfiðara fyrir liðið að komast á EM eftir aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjunum - væri það alls ekki ómögulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×