Fótbolti

Ósáttur við að fá ekki að spila úrslitaleikinn

Jose Antonio Reyes
Jose Antonio Reyes NordicPhotos/GettyImages

Jose Antonio Reyes segir að það hafi verið dropinn sem fyllti mælinn fyrir sig hjá Arsenal þegar hann fékk ekki að koma við sögu í úrslitaleik meistaradeildarinnar í vor, en Spánverjinn tjáði sig um brotthvarf sitt frá enska liðinu þegar hann var kynntur til sögu á blaðamannafundi hjá Real Madrid í dag.

Reyes er nú genginn í raðir Real Madrid í skiptum fyrir Brasilíumanninn Julio Baptista, en hér er um lánssamninga að ræða þangað til annað kemur í ljós. Reyes segist einfaldlega aldrei hafa fundið sig á Englandi síðan hann gekk í raðir Arsenal frá Sevilla á sínum tíma.

"Vissulega átti ég erfitt með að aðlagast tungumálinu og þjóðarandanum í London, en það var dropinn sem fyllti mælinn þegar ég fékk ekki að spila úrslitaleikinn í meistaradeildinni," sagði Reyes. "Arsene Wenger er sannarlega frábær stjóri, en það er Fabio Capello líka. Ég talaði við Wenger í sumar og átti við hann gott spjall, en í framhaldi af því ákvað hann að leyfa mér að fara," sagði Reyes, sem vonast til að vinna sér fast sæti í liði Real Madrid í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×