Sport

Bullard verður lengi frá

Jimmy Bullard snéri illa upp á hnéð á sér.
Jimmy Bullard snéri illa upp á hnéð á sér. Getty Images

Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, segir að Jimmy Bullard leikmaður liðsins verði frá keppni í marga mánuði eftir að hafa hlotið alvarleg hnémeiðsli í sigurleiknum gegn Newcastle í dag.

Bullard, sem hefur spilað frábærlega í upphafi tímabils fyrir Fulham, var borinn af velli á 35. mínútu og sendur beint á sjúkrahús. Svo virðist sem að hann hafi snúið illa upp á hnéð á sér og færðist hnéskélin úr stað. Í fyrstu var talið að krossbönd hefðu slitnað en nú er útlit fyrir að svo sé ekki.

Bullard var að kljást við Scott Parker þegar óhappið átti sér stað og var það einkar óhugnalegt. "Hann hræddi strákanna nokkuð mikið og Parker var sjálfum greinilega brugðið. En ég ásaka hann ekki, þetta var 50/50 návígi og algjört óviljaverk," sagði Coleman eftir leikinn. Parker fór til búningsklefa Fulham í hálfleik og kannaði líðan Bullard. "Ég ber mikla virðingu fyrir honum að gera það," sagði Coleman.

"Þetta er ekki eins slæmt og talið var en það á eftir að taka hann nokkra mánuði að komast á fullt á ný. Þetta kemur betur í ljós á morgun," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×