Sport

Hafði fylgst með Kuyt í þrjú ár

Rafael Benitez segir Dirk Kuyt geta allt.
Rafael Benitez segir Dirk Kuyt geta allt. Getty Images

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hafði verið með hollenska framherjann Dirk Kuyt undir smásjánni í þrjú ár áður en hann lét verða af því að kaupa hann í sumar.

"Möguleikarnir og hæfileikarnir sem hann hafði þegar við sáum hann fyrst fyrir þremur árum voru óumdeilanlegir. Hann hefur staðist væntingar síðan þá og reglubundnar upplýsingar sem ég hef fengið um hann síðan þá frá útsendurum mínum hafa aðeins verið góðar," segir Benitez.

Benitez var gagnrýndur eftir leikinn gegn Everton í gær fyrir að skilja Kuyt eftir á bekknum en ef eitthvað er að marka orð hans eftir leikinn má gera ráð fyrir því að hann byrji inni á gegn PSV í Meistaradeildinni á þriðjudag.

"Hann hefur allt sem þarf til að njóta velgengni í Liverpool. Hann getur spilað fremstur, fyrir aftan annan framherja eða á vængunum tveimur. Hann getur allt og mun nýtast okkur vel eftir reynslu sína í Hollandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×