Viðskipti innlent

Atvinnuleysi minnkar

Glitnir banki.
Glitnir banki.
1.948 mann voru á atvinnuleysisskrá í síðasta mánuði hér á landi en það jafngildir 1,2 prósenta atvinnuleysi, að því er fram kemur í nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar.

Í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis segir að atvinnuleysi í ágúst sé minna er Vinnumálastofnun gerði ráð fyrir í áætlun sinni en stofnunin hafði spáð 1,3-1,6 prósenta atvinnuleysi. Atvinnuleysið minnkar frá júlímánuði en þá var það skráð 1,4 prósent en 1,3 prósent í júní.

Atvinnuleysi minnkar hjá báðum kynjum á höfuðborgarsvæðinu en litlar breytingar hafa verið á landsbyggðinni síðustu 3 mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu mældist 1,2 prósenta atvinnuleysi í ágúst og á landsbyggðinni var atvinnuleysið það sama, 1,2%. Aukið atvinnuleysi í júlí skýrist að hluta til af ofmati á atvinnuleysi í kjölfar breytinga á verklagi með tilkomu nýrra laga um atvinnuleysistryggingar, að sögn Glitnis.

Atvinnuleysistölurnar eru lægri en greiningardeild Glitnis gerði ráð fyrir og mun að öðru óbreyttu auka eitthvað við verðbólguþrýsting en í nýlegri þjóðhagsspá var gert ráð fyrir 1,6 prósenta atvinnuleysi að meðaltali á árinu.

Þá segir að Vinnumálastofnun spái því að spenna á vinnumarkaði muni aukast í september vegna mikilla umsvifa og eftirspurnar á vinnumarkaði og geri ráð fyrir því að atvinnuleysi í september verði á bilinu 0,9-1,3 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×