Innlent

Yfir 1400 heita betri hegðun í umferðinni á stopp.is

Yfir 1400 manns hafa skráð nafn sitt á heimasíðuna stopp.is sem Umferðstofa hefur sett á fót í tengslum við átak gegn umferðarslysum undir kjörorðingu "Nú segjum við stopp!". Á síðunni getur fólk skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni með það að markmiði að fækka slysum.

Borgarafundir undir kjörorðinu „Nú segjum við stopp!" verða haldnir á sjö stöðum á landinu í dag og hefjast þeir korter yfir fimm í dag. Fundirnir verða haldnir í Reykjavík, Reykjanesbæ, á Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði og í Borgarnesi. Á fundinum í Reykjavík mun samgönguráðherra kynna aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn umferðarslysum en fulltrúar hans kynna áætlunina á hinum fundunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×