Innlent

Bilun hafði áhrif víða um land

Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hafði haft áhrif víða um land á fjarskipti og ljósvakaútsendingar. Bilunin varð til þess að öryggiskerfi sjómanna við Norðurland var óvirkt frá því síðdegis í gær.

Hjá Evu Magnúsdóttur, upplýsignafulltrúa Símans fengust þær upplýsingar að bilunin hafi haft áhrif á ADSL samband Símans á Hvammstanga, útsendingar Skjás eins í Hveragerði og Selfossi, útsendingar 365 miðla og Rásar eitt og tvö á Norður og Austurlandi. Bilunin varð síðdegis í gær en komst í samt lag skömmu fyrir hádegi.

Bilunin hafði einnig þau áhrif að sjálfvirka tilkynningarskyldan fyrir skip og báta virkaði ekki á Norðurlandi auk þess sem fjarskipti eftir hefðbundum leiðum lágu niðri. Það er bagalegt þegar öryggistæki af þessum toga dettur út segir Ásgrímur Ásgrímsson, yfirmaður vaktstöðvar Siglinga hjá Landhelgisgæslunni. Ásgrímur segir þó að skip og bátar hefðu haft aðrar leiðir til þess að koma neyðarboðum á framfæri ef eitthvað hefði komið upp.

Símanum tókst að gera við þessa bilun nú laust fyrir hádegi og á því öll sú þjónusta sem var óvirk að vera komin í samt lag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×