Enski boltinn

Aston Villa yfir gegn Scunthorpe

Juan Pablo Angel skoraði mark Villa eftir að hafa fylgt eftir misnotaðri vítaspyrnu sinni
Juan Pablo Angel skoraði mark Villa eftir að hafa fylgt eftir misnotaðri vítaspyrnu sinni NordicPhotos/GettyImages

Fimm leikir eru á dagskrá kvöldsins í enska deildarbikarnum og annað kvöldið í röð eru litlu liðin að stríða úrvalsdeildarliðunum. Aston Villa er ekki eitt þeirra, en liðið hefur 1-0 forystu gegn Scunthorpe í leik sem sýndur er beint á Sýn.

Það var Juan Pablo Angel sem skoraði mark Villa skömmu áður en flautað var til leikhlés, en hann náði að fylgja eftir vítaspyrnu sem hann klúðraði á 42. mínútu.

Manchester City hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Chesterfield og Doncaster er að vinna Derby 2-0. Úrvalsdeildarlið Fulham er hinsvegar í vondum málum, því liðið er 2-0 undir á heimavelli sínum gegn Wycombe. Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham í kvöld. Sömu sögu er að segja af Middlesbrough sem er að tapa heima fyrir fyrrum lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar í þriðjudeildarliði Notts County.

Einn leikur fer svo fram í ensku úrvalsdeildinni og þar hefur Liverpool 1-0 yfir gegn Newcastle á heimavelli sínum Anfield Road þar sem Dirk Kuyt skoraði mark þeirra rauðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×