Viðskipti innlent

Nýsköpunarsjóður fjárfestir í Marorku

Nýsköpunarsjóður hefur ákveðið að fjárfesta í Marorku ehf.,  hátæknifyrirtæki á sviði orkustjórnunar og orkusparnaðar í sjávarútvegi og flutningum. Hlutur sjóðsins verður um 20 prósent og mun  innkoma hans styrkja stoðir Marorku og opna félaginu nýja möguleika.

Í tilkynningu frá Nýsköpunarsjóði segir að fjármagnið verði notað til að efla enn frekari sókn Markorku á markaði og áframhaldandi vöruþróun. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Marorku næstu 3 til 5 árin.

Þá segir ennfremur að Nýsköpunarsjóð telji að Marorka hafi á að skipa mjög öflugri liðsheild sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði leiðandi í sölu á háþróuðum búnaði til orkusparnaðar í heiminum.  Við skoðun á félaginu hafi m.a. vakið athygli hversu þróunarstarf hafi verið markvisst

Marorka er með starfsemi í 5 löndum og hefur skilgreint Norður-Atlantshaf sem heimamarkað sinn. Skipaflotinn á svæðinu telur yfir 5000 skip.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×