Fótbolti

Ég verð að dreifa álaginu

Rafa Benitez
Rafa Benitez NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez hefur nú enn á ný þurft að bera hendur fyrir höfuð sér vegna sífelldra breytinga sem hann gerir á byrjunarliði Liverpool, en ljóst þykir að hann muni stokka upp í hópnum fyrir leikinn gegn Galatasaray annað kvöld og verður það 93. leikurinn í röð þar sem Liverpool teflir fram breyttu byrjunarliði.

"Ég hef alltaf sagt að ég geti ekki lagt það á leikmenn að spila yfir 60 leiki á tímabili og því verð ég að stokka upp í liðinu reglulega. Það kemur sér betur að vera með menn ferskari þegar líður á tímabilið og menn fara að berjast um að vinna bikara," sagði Benitez, en Liverpool hefur ekki unnið sigur í fimm leikjum í röð í meistaradeildinni. Ef liðinu tekst ekki að vinna Galatasaray annað kvöld - verður það met í sögu félagsins. Benitez hefur þó engar áhyggjur.

"Við náðum í mjög gott stig á útivelli gegn PSV um daginn og ég hef alltaf sagt að ef við náum að vinna heimaleikina okkar í riðlinum - munum við komast áfram," sagði Benitez




Fleiri fréttir

Sjá meira


×