Viðskipti innlent

Eignatilfærsla hjá fjárfestingarfélaginu Eglu

Stjórn fjárfestingarfélagsins Eglu hf., hefur ákveðið að 10,82 prósenta hlutur þess í KB banka færist beint undir hollenskt eignarhaldsfélag, Kjalar Invest BV.

Í tilkynningu frá félaginu segir að eignarhaldi verði þannig háttað að félagið mun eftir samruna við fjárfestingarfélagið Vendingu ehf. fara með 99,99 prósenta hlut í dótturfélagi sínu Kjalar Holding BV, en það á alla hluti í Kjalar Invest BV, sem aftur mun þá eiga samtals 10,82 prósent í KB banka.

Eftir samruna Eglu og Vendingar verður eignarhald alfarið í eigið sameinaðs félags Kers hf. og Kjalar ehf., sem aftur er að stærstu hlut í eigu Ólafs Ólafssonar.

Þá segir ennfremur að Fjármálaeftirlitið hafi ekki gert athugasemdir við eignatilfærsluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×