Menning

Píramídi ástar og kærleika

Snorri Ásmundsson varð nýverið fyrir andlegri vakningu eins og athugult andans fólk hefur tekið eftir. Snorri hefur smíðað fallegan píramída úr plexigleri sem hann kallar "Pyramid of Love". Snorri hyggst dvelja inni í píramídanum í Lótusstellingunni og biðja um ást og kærleika öllum til handa.

Þetta verður í þriðja skiptið sem Snorri hugleiðir á þennan hátt. Í liðinni viku fór athöfnin fram við Nýlistasafnið á Laugavegi og á lækjatorgi. Áhorfendur að athöfnunum fundu fyrir undursamlegri orku sem stafaði af píramídanum.

Snorri mun á morgun, laugardag staðsetja píramídann á horni Skólavörðustígs og Laugavegs og hefst athöfnin klukkan 15. Snorri verður svo í Öskjuhlíðinni við Perluna þriðjudaginn 24. október klukkan 18 og við Hallgrímskirkju fimmtudaginn 26. október.

Snorra finnst vanta fallega og góða orku yfir Reykjavík þar sem vond ára borgarinnar er oft yfirsterkari hinni góðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×