Skattasniðganga og hugsanlegt peningaþvætti 29. október 2006 09:27 Skipulagið að baki uppkaupum Íslendinga í Danmörku, Svíþjóð og á Englandi leiðir hugan að svokallaðri skattasniðgöngu og hugsanlegu peningaþvætti, að sögn sérfræðinga sem danska Ekstra-blaðið hefur rætt við. Umfjöllun blaðsins um útrás íslenskra kaupsýslumanna hófst í útgáfu þess í morgun og verður haldið áfram næstu daga. Blaðið segir að Kaupþing banki hafi komið sér upp flóknu, leynilegu og alþjóðlegu kerfi skattaskjóla sem að hluta til sé notað til að færa miklar fjárhæðir fram og til baka í fjármálakerfinu án þess að athygli vekji. Einnig sé það notað til að gera bankanum og viðskiptavinum hans mögulegt að sleppa við að greiða skatta. Blaðið vitnar til skattasérfræðingsins Christen Amby, sem segir að Íslendingarnir taki fé út úr fyrirtækjum sínum í Danmörku og flytji það í gegnum Lúxemborg áfram til annarra landa án þess að borga skatta af því í Danmörku. Amby segir stóra fjárfestingarstjóði nýta sér svipað fyrirkomulag. Reglan sem gildi sé sú að ef arður af rekstri fyrirtækja sé fluttur frá Danmörku til skattaskjóla beri að halda skatti af arðinum eftir. Hann hverfi hins vegar ef peningarnir séu færðir til Lúxemborgar. Blaðið ræddi einnig við Lars Bo Langsted, prófessor í fyrirtækjarétti, en hann er sérfræðingur í efnahagsbrotum. Hann segir ýmsar skýringar geta verið á flóknu fyrirtækjaneti Íslendinga. Þeir geti verið að reyna að ná fram eins miklu skattahagræði og þeir geti án þess að gripið sé til ólöglegra aðferða. Svo geti verið að þeir vilji fela hvaðan féð komi og nota til þess fyrirtækjakeðjur til að hvítþvo peninga. Langsted segir að hver svo sem skýringin kunni að vera sé erfitt að skýra svona flókna fyrirtækjauppbyggingu einvörðungu með efnahags- eða skipulagsrökum. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB-banka segir umfjöllun danska Ekstra-blaðsins í dag, um málefni tengd bankanum, ekki rétta. Vinnuaðferðir bankans séu ekki öðruvísi en hjá öðrum alþjóðlegum. bönkum. Hann telur ekki ástæðu til aðgerða af hálfu bankans vegna greinarinnar. Ekstra-blaðið boðar frekari umfjöllun um íslenska kaupsýslumenn fram eftir vikunni. Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Skipulagið að baki uppkaupum Íslendinga í Danmörku, Svíþjóð og á Englandi leiðir hugan að svokallaðri skattasniðgöngu og hugsanlegu peningaþvætti, að sögn sérfræðinga sem danska Ekstra-blaðið hefur rætt við. Umfjöllun blaðsins um útrás íslenskra kaupsýslumanna hófst í útgáfu þess í morgun og verður haldið áfram næstu daga. Blaðið segir að Kaupþing banki hafi komið sér upp flóknu, leynilegu og alþjóðlegu kerfi skattaskjóla sem að hluta til sé notað til að færa miklar fjárhæðir fram og til baka í fjármálakerfinu án þess að athygli vekji. Einnig sé það notað til að gera bankanum og viðskiptavinum hans mögulegt að sleppa við að greiða skatta. Blaðið vitnar til skattasérfræðingsins Christen Amby, sem segir að Íslendingarnir taki fé út úr fyrirtækjum sínum í Danmörku og flytji það í gegnum Lúxemborg áfram til annarra landa án þess að borga skatta af því í Danmörku. Amby segir stóra fjárfestingarstjóði nýta sér svipað fyrirkomulag. Reglan sem gildi sé sú að ef arður af rekstri fyrirtækja sé fluttur frá Danmörku til skattaskjóla beri að halda skatti af arðinum eftir. Hann hverfi hins vegar ef peningarnir séu færðir til Lúxemborgar. Blaðið ræddi einnig við Lars Bo Langsted, prófessor í fyrirtækjarétti, en hann er sérfræðingur í efnahagsbrotum. Hann segir ýmsar skýringar geta verið á flóknu fyrirtækjaneti Íslendinga. Þeir geti verið að reyna að ná fram eins miklu skattahagræði og þeir geti án þess að gripið sé til ólöglegra aðferða. Svo geti verið að þeir vilji fela hvaðan féð komi og nota til þess fyrirtækjakeðjur til að hvítþvo peninga. Langsted segir að hver svo sem skýringin kunni að vera sé erfitt að skýra svona flókna fyrirtækjauppbyggingu einvörðungu með efnahags- eða skipulagsrökum. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB-banka segir umfjöllun danska Ekstra-blaðsins í dag, um málefni tengd bankanum, ekki rétta. Vinnuaðferðir bankans séu ekki öðruvísi en hjá öðrum alþjóðlegum. bönkum. Hann telur ekki ástæðu til aðgerða af hálfu bankans vegna greinarinnar. Ekstra-blaðið boðar frekari umfjöllun um íslenska kaupsýslumenn fram eftir vikunni.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira