Fótbolti

Dauft hjá enskum í fyrri hálfleik

Tomas Rosicky hjá Arsenal fór illa með sannkallað dauðafæri undir lok fyrri hálfleiks
Tomas Rosicky hjá Arsenal fór illa með sannkallað dauðafæri undir lok fyrri hálfleiks AFP

Ensku liðunum Arsenal og Manchester United hefur ekki gengið vel í fyrri hálfleik í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu sem sýndir eru beint á sjónvarpsstöðvum Sýnar í kvöld, en raunar hafa fá mörk verið skoruð í leikjunum átta sem standa yfir.

E-riðill: Lyon hefur yfir 1-0 gegn Dynamo Kiev og ekkert mark er komið í viðureign Real Madrid og Steua Búkarest.

F-riðill: Benfica hefur yfir 2-0 gegn Celtic og markalaust er hjá Kaupmannahöfn og Man Utd, en sá leikur er sýndur beint á Sýn Extra.

G-riðill: Ekkert mark er komið í leik Arsenal og CSKA Moskvu, en þar hefur Arsenal farið mjög illa með færi sín, sérstaklega Tomas Rosicky sem brenndi af fyrir opnu marki. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Þá hefur Porto yfir 1-0 á útivelli gegn HSV.

H-riðill: AC Milan hefur yfir 2-0 gegn Anderlecht þar sem Kaka skoraði bæði mörk Milan, hið fyrra úr vítaspyrnu. Þá er markalaust hjá AEK Aþenu og Lille.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×