Hugsanlegt að Bandaríkjamenn hætti að aðstoða Níkaragva 6. nóvember 2006 13:00 Allt útlit er fyrir að Daniel Ortega, leiðtogi Sandinista, hafi sigrað í forsetakosningunum í Níkaragva sem fram fóru í gær. Verði þetta úrslitin getur svo farið að Bandaríkjamenn láti af aðstoð við þetta fátæka land. Ortega tapaði í forsetakosningum 1996 og 2001 en allt er þá þrennt er því nú virðist Daniel Ortega ætla að hafa árangur sem erfiði. Til að sigra í kosningunum þurfa frambjóðendur að fá að minnsta kosti 35 prósent, annars verður boðað til annarrar umferðar í næsta mánuði. Þegar fimmtán prósent atkvæðanna höfðu verið talin í nótt höfðu 40 prósent kjósenda greitt Ortega atkvæði sitt. Næstur í röðinni var Eduardo Montealegre, fulltrúi frjálslyndra, með um 33 prósent þannig að forskot Ortega er allgott. Sextán ár eru frá því Ortega hrökklaðist úr embætti en borgarastyrjöld hinnar vinstrisinnuðu Sandinista-hreyfingar hans og Contra-skæruliða, sem Bandaríkjamenn studdu með ráðum og dáð, einkenndu síðustu ár stjórnartíðar hans. 30.000 manns létust í þeim átökum. Kosningarnar í gær gengu sæmilega utan þess að nokkrir kjörstaðir voru opnaðir seint og því myndaðist þar örtröð þegar þeim var loks lokað. Í varfærinni yfirlýsingu sinni seint í gærkvöld bentu bandarísk stjórnvöld á þessa staðreynd og sögðu því of snemmt að segja til um hvort um sanngjarnar kosningar hefði verið að ræða. Fari svo að Sandinistar komist aftur til valda óttast margir að Bandaríkjamenn muni hætta stuðningi við þessa næstfátækustu þjóð vesturhvels jarðar. Á hinn bóginn er öruggt að Hugo Chavez, forseti Venesúela, mun fagna þessum nýju bandamönnum í álfunni. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Allt útlit er fyrir að Daniel Ortega, leiðtogi Sandinista, hafi sigrað í forsetakosningunum í Níkaragva sem fram fóru í gær. Verði þetta úrslitin getur svo farið að Bandaríkjamenn láti af aðstoð við þetta fátæka land. Ortega tapaði í forsetakosningum 1996 og 2001 en allt er þá þrennt er því nú virðist Daniel Ortega ætla að hafa árangur sem erfiði. Til að sigra í kosningunum þurfa frambjóðendur að fá að minnsta kosti 35 prósent, annars verður boðað til annarrar umferðar í næsta mánuði. Þegar fimmtán prósent atkvæðanna höfðu verið talin í nótt höfðu 40 prósent kjósenda greitt Ortega atkvæði sitt. Næstur í röðinni var Eduardo Montealegre, fulltrúi frjálslyndra, með um 33 prósent þannig að forskot Ortega er allgott. Sextán ár eru frá því Ortega hrökklaðist úr embætti en borgarastyrjöld hinnar vinstrisinnuðu Sandinista-hreyfingar hans og Contra-skæruliða, sem Bandaríkjamenn studdu með ráðum og dáð, einkenndu síðustu ár stjórnartíðar hans. 30.000 manns létust í þeim átökum. Kosningarnar í gær gengu sæmilega utan þess að nokkrir kjörstaðir voru opnaðir seint og því myndaðist þar örtröð þegar þeim var loks lokað. Í varfærinni yfirlýsingu sinni seint í gærkvöld bentu bandarísk stjórnvöld á þessa staðreynd og sögðu því of snemmt að segja til um hvort um sanngjarnar kosningar hefði verið að ræða. Fari svo að Sandinistar komist aftur til valda óttast margir að Bandaríkjamenn muni hætta stuðningi við þessa næstfátækustu þjóð vesturhvels jarðar. Á hinn bóginn er öruggt að Hugo Chavez, forseti Venesúela, mun fagna þessum nýju bandamönnum í álfunni.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira