Enski boltinn

Tevez segist ekki vera á förum frá West Ham

Tevez klæst hér við Ashley Cole í leiknum gegn Chelsea um helgina.
Tevez klæst hér við Ashley Cole í leiknum gegn Chelsea um helgina. Getty Images

Argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez kveðst ekki vera á leið úr herbúðum West Ham, þrátt fyrir að allt bendi til þess að Eggert Magnússon og félagar gangi frá kaupum á félaginu í dag.

"Ég hef ekkert á móti félögum mínum hjá West Ham eða yfirmönnum liðsins. Það eina sem ég hugsa um er að hjálpa liðinu að komast upp töfluna," sagði Tevez í gær, en hann var í byrjunarliðinu gegn Chelsea á laugardag og þótti standa sig vel. "Ég hef engin áform um að fara frá liðinu. Ég er ánægður hjá West Ham," bætti hann við.

Alan Pardew, knattspyrnustjóri liðsins, var mjög ánægður með frammistöðu Tevez um helgina. "Tevez sýndi okkur að hann hefur hæfileika sem enginn annar hjá liðinu býr yfir. Það hefur tekið hann tíma að aðlagast en hann átti í fullu tré við varnarmenn Englandsmeistaranna í þessum leik. Mér fannst hann standa sig frábærlega," sagði Pardew.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×