Fótbolti

Nakamura tryggði Celtic sigur á Man Utd

Nakamura skoraði glæsilegt mark fyrir Celtic í kvöld
Nakamura skoraði glæsilegt mark fyrir Celtic í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Manchester United tapaði öðrum leik sínum í röð í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir Glasgow Celtic í Skotlandi. Enska liðið var mun betri aðilinn í leiknum en eins og til að kóróna slæmt kvöld hjá liðinu, misnotaði Louis Saha vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Það var japanski aukaspyrnusérfræðingurinn Nakamura sem tryggði Celtic sigur með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu, en hann skoraði einnig beint úr aukaspyrnu í fyrri leik liðanna í haust.

Í sama riðli vann Benfica auðveldan sigur á FC Kaupmannahöfn 3-1. Arsenal lagði Hamburg 3-1 eftir að hafa verið undir frá 4. mínútu. Van der Vaart kom  Hamburg yfir en þeir Van Persie, Eboue og Baptista tryggðu Arsenal sigurinn.

Leikur Real Madrid og Lyon var sannarlega sveiflukenndur og dramatískur, því Carew og Malouda komu gestunum frá Frakklandi í 2-0 eftir 31 mínútu. Diarra minnkaði muninn á 39. mínútu fyrir Real og Ruud Van Nistelrooy jafnaði á 83. mínútu. Hann fékk svo gullið tækifæri til að tryggja Real dýrmæt þrjú stig, en misnotaði vítaspyrnu í blálokin og jafntefli niðurstaðan. Þetta þýðir að Lyon hefur tryggt sér sigurinn í riðlinum þegar ein umferð er eftir. 

AEK frá Aþenu vann óvæntan sigur á AC Milan 1-0, Steua og Dynamo Kiev skildu jöfn 1-1 líkt og Lille og Anderlecht. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×