Enski boltinn

Orkuríkur Rooney

Wayne Rooney er orkubolti
Wayne Rooney er orkubolti NordicPhotos/GettyImages

David James, nemandi við háskóla í Sheffield á Englandi, opinberaði í dag rannsókn sína á orkuframleiðslu framherjans Wayne Rooney á knattspyrnuvellinum og niðurstöður skýrslu hans voru mjög eftirtektarverðar. James fann það út að Rooney framleiddi t.a.m. næga orku til að sjóða vatn í 16 tebolla á meðan á einum knattspyrnuleik stendur.

James fann það út að Rooney framleiddi sem nemur 1,86 kílóvattstund af orku og segir það nóg til að lýsa upp einbýlishús í 90 mínútur - eða sem jafngildir þeim tíma sem það tekur að spila knattspyrnuleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×