Erlent

Hinir ósnertanlegu gera uppreisn

Hinir ósnertanlegu
Hinir ósnertanlegu MYND/AP

Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið og fjörutíu særst í óeirðum lágstéttarfólks á Indlandi, sem var að mótmæla því að stytta af leiðtoga þeirra hafði verið vanvirt. Kveikt hefur verið í lestarvögnum og strætisvögnum og yfir 1500 manns handteknir.

Óeirðirnar hófust þegar upp komst að spjöll höfðu verið unnin á styttu af B.R. Ambedkar, sem er átrúnaðargoð hinna lægri stétta Indlands. Hann barðist á sínum tíma gegn því misrétti sem lágstéttarfólkið er beitt.

Lágstéttarfólkið er einnig kalla "hinir ósnertanlegu," og gefur það nokkra hugmynd um stöðu þess í þjóðfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×