Enski boltinn

Þetta er maðurinn sem vill kaupa Liverpool

Mohammad bin Rashid Al Maktoum
Mohammad bin Rashid Al Maktoum MYND/Getty Images

Á myndinni hér til hliðar sést Mohammad bin Rashid Al Maktoum, krónprins Dubai, og maðurinn sem stendur á bakvið yfirtökutilboð Dubai International Capital á Liverpool. Ef forráðamenn Liverpool samþykkja tilboð Maktoum er ljóst að það mun kveða við nýjan tón í flóru erlendra eigenda félaga í ensku úrvalsdeildinni.

Eggert Magnússon hefur verið vinsælt fórnarlamb skopteiknara í Englandi síðustu vikur en telja má líklegt að Araba-útlit Maktoum muni stela allri athyglinni frá Eggerti. Maktoum-fjölskyldan veit ekki aura sinna tal eftir að hafa grætt milljarða á olíuviðskiptum í gegnum tíðina og á ekki í miklum vandræðum með að reiða fram þeim 450 milljónum punda sem meirihlutinn í Liverpool er verðlagður á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×