Enski boltinn

Shevchenko er tilbúinn að pakka saman

Andriy Shevchenko skortir ekki sjálfstraustið, talar um sjálfan sig í þriðju persónu og er tilbúinn að fara aftur til Ítalíu til að sýna að hann sé enn sá besti
Andriy Shevchenko skortir ekki sjálfstraustið, talar um sjálfan sig í þriðju persónu og er tilbúinn að fara aftur til Ítalíu til að sýna að hann sé enn sá besti NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea segist vera ánægður í herbúðum Chelsea, en segist óttast að leikstíll hans henti ekki áherslum Jose Mourinho. Hann segist vera tilbúinn að pakka niður í tösku og fara aftur til Ítalíu ef Chelsea geti ekki notað sig.

Shevchenko hefur aðeins skorað 3 mörk í deildinni síðan hann gekk í raðir Englandsmeistaranna fyrir 30 milljónir punda í sumar. "Mér líður eins og heima hjá mér hjá Chelsea, en því miður virðist ég ekki henta í þeim áherslum sem Jose Mourinho leggur upp með. Roman Abramovich er vinur minn en hann vill bara lána mig ef til þess kæmi - ekki selja mig.

Ef það gerist, er ég tilbúinn að pakka niður og fara aftur til Ítalíu, því ég hef fullt sjálfstraust og veit að ég get alveg farið aftur til Ítalíu og sannað hvað ég er góður leikmaður. Ég er ekki búinn að vera sem leikmaður og mér finnst ég ekki hafa neitt að sanna - allir vita hvað Andriy Shevchenko getur á vellinum," sagði Úkraínumaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×