Enski boltinn

Mótlætið hefur styrkt Ronaldo

Ronaldo og Rooney hafa ekki látið uppákomuna á HM trufla sig í ensku úrvalsdeildinni
Ronaldo og Rooney hafa ekki látið uppákomuna á HM trufla sig í ensku úrvalsdeildinni NordicPhotos/GettyImages

Wayne Rooney segir að mótlætið sem félagi hans Cristiano Ronaldo varð fyrir á Englandi eftir hinn umdeilda leik Englendinga og Portúgala á HM í sumar hafi styrkt hann til muna og segir hann einn besta knattspyrnumann heims.

Ronaldo þótti eiga stóran þátt í því þegar Rooney var vikið af leikvelli á HM og á tímabili voru lætin á Englandi það mikil að talið var víst að Ronaldo færi jafnvel frá United. Annað kom þó á daginn og nú sitja þeir rauðu í toppsæti deildarinnar og eru komnir áfram í Meistaradeildinni.

"Cristiano hefur verið frábær í vetur og eftir það sem dundi yfir hann þegar hann kom aftur hingað eftir HM, er hann líka orðinn sterkari andlega. Hann fékk vissulega að heyra það hér á Englandi eftir HM, en hann hefur hrist það af sér og leikið einstaklega vel með okkur sem og landsliði Portúgal. Þar skorar hann mörg mörk og er þeirra besti maður. Ég hef engar áhyggjur af honum hérna svo framarlega sem hann heldur áfram að spila vel, því hann er mjög hættulegur og líklega einn af bestu leikmönnum í heiminum í dag," sagði Rooney í viðtali í tímariti Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×