Enski boltinn

Dein hótar FIFA öllu illu

David Dein er skiljanlega ekki hrifinn af áformum Sepp Blatter
David Dein er skiljanlega ekki hrifinn af áformum Sepp Blatter NordicPhotos/GettyImages

David Dein, stjórnarmaður hjá Arsenal sem einnig situr í stjórn G-14, segir að FIFA eigi ekki von á góðu ef hugmyndir forsetans Sepp Blatter um takmarkanir á útlendingum í evrópskri knattspyrnu ná fram að ganga. Dein segir að ef FIFA falli ekki frá áformum sínum, muni það fá yfir sig þungar lögsóknir.

"Þessi áform FIFA eru gjörsamlega ólögleg og þeim verður mætt af hörku ef þau ná fram að ganga. Ef FIFA vill kveikja bál með þessum aðgerðum - þá verður að hafa það - en þá á líka eftir að hitna verulega í kolunum. Ég vona að þessi áform nái ekki lengra," hótaði Dein, en engan þarf að furða að stjórnarmaður Arsenal setji sig gegn tillögum á borð við þessari, því Englendingar eru orðnir ansi sjaldgæfir í herbúðum liðs hans á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×