Enski boltinn

Cole er við öllu búinn

Ashley Cole á ekki von á góðu á sunnudaginn
Ashley Cole á ekki von á góðu á sunnudaginn NordicPhotos/GettyImages

Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Chelsea segist vera við öllu búinn þegar hann mætir fyrrum félögum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og segist skilja að margir af stuðningsmönnum Arsenal hugsi sér þegjandi þörfina.

"Ég verð að búa mig undir það að baulað verði hressilega á mig því ég geri mér grein fyrir því að margir af stuðningsmönnum liðsins eru mér reiðir eftir að ég fór til Chelsea. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt af mér, en ég get aldrei unnið þetta fólk á mitt band aftur. Sumir skilja af hverju ég skipti um félag og aðrir ekki, en ég fór ekki til Chelsea vegna peninganna.

Mér fannst Arsenal ekki vilja mig og mér þótti ég eiga skilið að fá meiri virðingu en raun bar vitni. Þetta var aldrei spurning um peninga eins og margir vilja meina, en ég veit að ég hefði fengið gagnrýni jafnvel þó ég hefði ekki farið frá Arsenal og ég á sennilega alltaf eftir að fá yfir mig baul þegar ég spila gegn Arsenal," sagði Cole.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×