Enski boltinn

Tottenham burstaði Charlton

Tottenham burstaði Charlton í dag
Tottenham burstaði Charlton í dag NordicPhotos/GettyImages

Tottenham burstaði Charlton 5-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag og því eru Hermann Hreiðarsson og félagar sem fyrr í vondum málum í botnbaráttunni. Liverpool burstaði Fulham 4-0 og Newcastle vann góðan 3-1 útisigur á Blackburn.

Dimitar Berbatov skoraði 2 mörk fyrir Tottenham í sigrinum á Charlton, Teemu Tainio 1, Steed Malbranque 1 og Jermain Defoe 1 - en mark Charlton var reyndar sjálfsmark hjá Michael Dawson.

Steven Gerrard, Mark Gonzales, Luis Garcia og Jamie Carragher tryggðu Liverpool auðveldan 4-0 sigur á Fulham. Obafemi Martins skoraði 2 mörk og Steven Taylor 1 fyrir Newcastle í 3-1 sigri á Blackburn. Morten Gamst Pedersen skoraði mark Blackburn.

Portsmouth lagði Everton 2-0 með mörkum frá Kanu og Matthew Taylor, en mark þess síðarnefnda verður klárlega eitt af þremur glæsilegustu mörkum ársins. Hann skoraði með viðstöðulausu bylmingsskoti rétt við miðjubogann á vellinum. Middlesbrough og Wigan skildu jöfn 1-1 þar sem Yakubu skoraði fyrir Boro en Henry Camara skoraði mark Wigan úr vítaspyrnu. Þá skildu Watford og Reading jöfn 0-0 þar sem Ívar Ingimarsson spilaði allan leikinn með Reading.

Leikur Bolton og West Ham er síðasti leikurinn á dagskrá í dag og hefst klukkan 17:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×