Innlent

Veiðiþjófur skotinn

Fílar við vatnsból
Fílar við vatnsból

Þjóðgarðsverðir í Kenya skutu í gær til bana illræmdan veiðiþjóf frá Sómalíu, sem vitað er að hafði drepið sautján fíla og níu nashyrninga á síðustu fimm árum. Það er ekki óalgengt í Afríku að þjóðgarðisverðir lendi í skotbardögum við veiðiþjófa.

Þjóðgarðar eru mikilvæg tekjulind í mörgum Afríkuríkjum, því  þangað sækja milljónir ferðamanna árlega. Þeir eru því varðir með öllum tiltækum ráðum, og oft hlýst manntjón af. Hinn sextugi Hussein Ture, frá Sómalíu, var sérstaklega afkastamikill veiðiþjófur og virtist engin leið til að hafa hendur í hári hans.

Í gær var hans tími þó kominn, þegar hann gekk beint í flasið á þjóðgarðsvörðum. Af varð snarpur bardagi sem kostaði Ture lífið, auk þess sem einn samverkamanna hans særðist alvarlega. Enginn þjóðgarðsvarðanna særðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×