Enski boltinn

Leikmennirnir græða mest

Sam Allardyce
Sam Allardyce NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir að auknar tekjur félaganna í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili í kjölfar nýrra sjónvarpssamninga muni nær eingöngu renna í vasa leikmanna.

"Þessir nýju sjónvarpssamningar þýða að það er harðari keppni en nokkru sinni fyrr að halda sér í deildinni vegna þeirra miklu tekjuaukningar sem kemur inn í kjölfarið. Ég er samt hræddur um að félögin sjálf sjái lítið af þeim peningum, því leikmennirnir eiga eftir að setja enn hærri launakröfur og því fer meirihutinn væntanlega beint í vasa þeirra," sagði Allardyce, en reiknað er með að félögin í úrvalsdeildinni fái allt að 60-70% hærri tekjur á næsta ári vegna samninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×